Einnig er hægt að panta borð í síma 482 4099

Bóka gistingu

15.01 2018

Menam lokar vegna breytinga - Uppfært:

Eins og gjarnan gerist, þegar verið er að breyta og endurnýja húsnæði var ákveðið að fara lengra og endurnýja fleira þegar við vorum farin af stað.

Við vonuðumst til að við næðum að klára á tilsettum tíma en nú er ljóst að frekari breytingar taka lengri tíma en áætlað var og munum við opna aftur klukkan 17:00 FÖSTUDAGINN 2. FEBRÚAR

Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum töfum hlökkum við til þess að sjá ykkur sem flest eftir viku

 

Kv.

Stína og gengið

 

##

 

Kæru vinir og viðskiptavinir

 

Vegna framkvæmda og breytinga verður Menam lokað næstu daga

Við stefnum að því að opna aftur föstudaginn 26. janúar

Afsakið óþægindin - hlökkum til að sjá ykkur á nýjum og breyttum Menam

 

Kv.

Menam

....

Umsagnir

Veitingahúsagagnrýnendur Gestgjafans:


Kjartan Ólafsson:

"stór og mikill matseðill"
"kofaréttirnir týndust á borðið ... brakandi ferskir og með sérlega góðu, fersku og vel elduðu grænmeti"
"kjúklingurinn var sérlega góður í bambussósu"
"lambið var einstaklega gott með frábæru karríbragði"
"eldamennskan...framkallaði ferskleika í bragði og áferð"
"þjónustan var fín á Menam. Hlýleg, persónuleg og látlaus undir styrkri stjórn eigandans"
"vel tekið á móti gestum"
"notalegt og óstressað andrúmsloft"
"segja má að staðurinn flokkist undir mjög góða matstofu í mjög svo jákvæðri merkingu þess orðs"
"tekist hefur að skapa fínt og notalegt andrúmsloft"
"klárlega er Menam á Selfossi með allra betri stöðum á Íslandi sem setja fókusinn á asíska matargerð"
"gaman að slíkur staður skuli vera utan höfuðborgarsvæðisins"
"ég vil mæla sérstaklega með staðnum sem fjölskyldustað ... allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi"
"staðurinn er ekki að reyna að vera annað en hann er og er það vel"
"snyrtimennska í hvívetna"
"hlakka til að mæta aftur og þá með alla fjölskylduna"

Úlfar Finnbjörnsson:

"risastór matseðill ... þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi"
"núðlusúpan ... var full af grænmeti og núðlum ... var hin ágætasta"
"heilsurétturinn ... núðlurnar voru vel eldaðar og kjúklingurinn mjúkur og bragðgóður"
"rétturinn var ... drellifínn"
"kjúklingur í cashewhnetum ... var vel eldaður ... í heild var rétturinn ljómandi góður"
"djúpsteikt ýsa með frönskum og sósu var eins og hún á að vera ... ýsan var fersk, hjúpurinn stökkur og allt meðlætið gott"
"vinalega og brosandi þjónustustúlka tók vel á móti okkur"
"þjónarnir ekki sprenglærðir en áhugasamir og vildu allt fyrir okkur gera"
"Veitingahúsið Menam kom mér skemmtilega á óvart"
"Húsið sjálft er snyrtilegt og fallegt, þjónustan fín, maturinn góður og vel úti látinn og á góðu verði"
"Ég átti reglulega góða kvöldstund á Menam og á eftir að koma þangað aftur"

 

 

Jónas Kristjánsson matrýnir í DV:

"Menam"

Menam að baki hótelsins á Selfossi er einn af kannski tveimur stöðum utan Reykjavíkur og Akureyrar, þar sem hægt er að fá frambærilegan mat. Hér er snætt við vönduð húsgögn undir austrænum skreytingum og myndum af konungshjónum Taílands. Þetta er blanda af taílenzkum og alþjóðlegum stað með sérstökum heilsumatseðli, þar sem er nær engin fita, takmarkað salt og sykur og náttúruleg krydd leysa tilbúin krydd af hólmi.

Þarna kosta seríur af taílenzkum réttum 1700-1900 krónur. Á 1800 króna svokölluðum B-seðli var sterkt lambakjöt í karrí, svínakjöt með kasjú-hnetum, djúpsteiktar rækjur og milt pönnusteikt grænmeti með hrísgrjónum. Þetta var mun betur matreitt en á hefðbundnum Asíustöðum í Reykjavík."


Úr öðrum dómi Jónasar:

"Yfirstéttahús á undirstéttaverði

Frambærileg veitingahús fyrir fólk með venjuleg fjárráð eru einkum tvö á Íslandi. Hvort tveggja er í Kvosinni og færir okkur framandi matreiðslu frá fjarlægum Austurlöndum. Annað er Kínahúsið við Lækjargötu og hitt er Maru við Aðalstræti. Það fyrra færir okkur matreiðslu frá Singapúr og hið síðara frá Japan.
Fimm komust nálægt því að lenda í þessu úrvalsliði ódýrra veitingahúsa, Fiskur Gallerí í Árbæjarhverfi, Tilveran í Hafnarfirði, TexMex í Listhúsi, Jómfrúin við Lækjargötu og Menam á Selfossi. Á nútímamáli menningarverðlauna mætti segja, að þessi fimm hús hafi náð tilnefniningu, en fyrrnefndu tvö hafi fengið verðlaunin."


Úr "Rough guide to Iceland" - mest seldu ferðamannabók um Ísland:

"...don´t miss Menam - a Thai gem...."

MENAM | Eyravegur 8 | Sími: 482-4099 | menam@menam.is |  Menam á Facebook