Einnig er hægt að panta borð í síma 482 4099

Bóka gistingu

15.01 2018

Menam lokar vegna breytinga - Uppfært:

Eins og gjarnan gerist, þegar verið er að breyta og endurnýja húsnæði var ákveðið að fara lengra og endurnýja fleira þegar við vorum farin af stað.

Við vonuðumst til að við næðum að klára á tilsettum tíma en nú er ljóst að frekari breytingar taka lengri tíma en áætlað var og munum við opna aftur klukkan 17:00 FÖSTUDAGINN 2. FEBRÚAR

Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum töfum hlökkum við til þess að sjá ykkur sem flest eftir viku

 

Kv.

Stína og gengið

 

##

 

Kæru vinir og viðskiptavinir

 

Vegna framkvæmda og breytinga verður Menam lokað næstu daga

Við stefnum að því að opna aftur föstudaginn 26. janúar

Afsakið óþægindin - hlökkum til að sjá ykkur á nýjum og breyttum Menam

 

Kv.

Menam

....

Um Menam

Starfsfólk Menam
Á Menam starfar samheldinn hópur sem hefur það að markmiði að veita góða þjónustu og notalegt viðmót. Um helgar klæða þjónarnir sig upp í austurlenskum fatnaði til að fullkomna stemmninguna. Léttleiki og bros einkennir hópinn sem skilar sér bæði í þjónustu og matargerð.

Saga Menam
Veitingastaðurinn Menam var opnaður 5. desember 1997 af þeim hjónum Sigurði Guðmundssyni og Jaroon Nuenmaroeng. Stuttu síðar opnuðu þau svo gistiheimili á efri hæð hússins. Aðal áhersla hefur verið á thailenska matargerð frá upphafi. Menam hefur á að skipa sama matreiðslumann af thailenskum uppruna frá opnun staðarins.

Þann 30. júlí 1999 keypti Kristín Árnadóttir reksturinn af þeim hjónum og rekur hún Menam í dag ásamt fjölskyldu sinni.
Hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Er það stefna okkar að skapa skemmtilegan og áhugaverðan vinnustað þar sem starfsfólki jafnt sem gestum líður vel að vera.

Saga hússins
Húsið að Eyravegi 8 á sér langa og merkilega sögu. Það var byggt árið 1945 af Þorsteini Guðmundssyni rafvirkjameistara. Húsið hefur gengt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina, fyrst var þar rekin verslun og rafmagnsverkstæði á neðri hæðinni en íbúðarhúsnæði á þeirri efri. Upp úr árinu 1948 keypti Selfosshreppur húsið og var rekin ýmis starfsemi á vegum hreppsins og síðar bæjarins í húsinu.
Sem dæmi má nefna Hreppsskrifstofur og síðar Bæjarskrifstofur, bókasafn, Hitaveita og rafveita Selfossbæjar, Félagsmálastofnun Selfoss og Samband Sunnlenskra Sveitarfélaga undir það síðasta.

Í stigagangi upp á aðra hæð hússins þar sem gistiheimilið er, er listaverk málað á vegginn sem er einskonar tákn hússins. Hana málaði Ragnar Engilbertsson árið 1947 er hann var við vinnu við að mála Ölfusárbrú þá um sumarið. Myndin er af Öxarárfossi og er óárituð. Ekki fékkst staðfest fyrr en árið 1999 hver ætti heiðurinn að þessu fallega verki sem prýðir húseignina að Eyravegi 8 á Selfossi.

Árið 1997 keypti svo Sigurður Guðmundsson húsið af bænum, gerði miklar endurbætur á því og opnaði svo Veitinga – og gistiheimilið Menam í húsinu sem á sér merkilega sögu í lífi og uppbyggingu Selfossbæjar

MENAM | Eyravegur 8 | Sími: 482-4099 | menam@menam.is |  Menam á Facebook