Einnig er hægt að panta borð í síma 482 4099

Bóka gistingu

01.10 2018

Menam - tímamót

Í gær, sunnudaginn 30. september var síðasti starfsdagur Menam í þeirri mynd sem hann hefur verið rekin síðustu 21 ár. 

Þeir aðilar sem tóku við rekstrinum nú í sumar keyptu ekki vörumerkið "Menam" en fengu að nota nafnið og reka Menam fram á haustið meðan þau undirbjuggu breytingar á staðnum því ekki þótti skynsamlegt að breyta um matseðil og nafn á miðri sumarvertíð. 

Á laugardaginn kemur (6. október) mun því opna nýr og efnilegur veitingastaður í húsnæðinu að Eyravegi 8 - VEITINGASTAÐURINN KRISP - sem leggur áherslu á ferska nálgun á hollusturéttum fyrir fjölskylduna.

Margir hafa spurt - hvað verður um Menam og matinn sem hefur þar verið framreiddur síðustu 20 ár?  Mun Menam hætta starfsemi endanlega?

Svarið við því er líklega nei - við sem eigum "Menam" vörumerkið erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.  Við höfum verið að skima eftir hentugu húsnæði á Selfossi með það í huga að opna á nýjum stað með breyttu sniði - leggja áherslu á hraða og góða þjónustu í hádeginu og "take away" á kvöldin.    

Næstu dagar og vikur munu því skera úr um það hvort og þá hvernig Menam mun eiga framhaldslíf....

Fylgist með á þessum vettvangi!

....

Thailenskur matseðill

Með öllum réttum eru borin fram hrísgrjón, ferskt salat og sósa

SVÍNAKJÖTSRÉTTIR
1. Steikt svínakjöt í hvítlauk og pipar kr.  2.590,-
2. Djúpsteikt svínakjöt með sætri sojasósu  kr. 2.590,-
4. Svínakjötsréttur Pa Nang kr. 2.590,-
5. Massaman svínakjötsréttur kr. 2.590,-
8. Svínakjötsréttur með chili, basil og hvítlauk kr. 2.590,-
9. Svínakjöt í kókos og chili kr. 2.690,-

NAUTAKJÖTSRÉTTIR
11. Nautakjöt í ostrusósu kr. 2.590,-
12. Massaman nautakjötsréttur kr. 2.590,-
13. Nautakjöt með hvítlauk og engifer kr. 2.590,-
14. Nautakjöt Gen Pet með bambus kr. 2.690,-

KJÚKLINGARÉTTIR
21. Kjúklingaréttur Pa Nang kr. 2.690,-
22. Kjúklingur Gen karrí kr. 2.690,-
23. Kjúklingaréttur með Cashewhnetum kr. 2.690,-
24. Menam kjúklingaréttur  kr. 2.690,-
25. Kjúklingaréttur með hvítlauk og engifer kr. 2.690,-
26. Satay kjúklingaréttur  kr. 2.690,-
27. Kjúklingur Gen karrí kr. 2.690,-
28. Kjúklingaréttur, Pat Ka, Pá kr. 2.690,-
29. Tom Ka Gai súpa með kjúkling  kr. 2.690.-

LAMBAKJÖTSRÉTTIR
31. Lambakjöt Gen karrí kr. 2.690,-
32. Lambakjöt með hvítlauk og engifer kr. 2.690,-
33. Massaman lambakjötsréttur kr. 2.690,-
34. Lambakjöt Gen karrí kr. 2.690,-
35. Lambakjötsréttur í kókos og chili kr. 2.790,-


BLANDAÐIR RÉTTIR
41. Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu kr. 2.390,-
42. Thailenskar risarækjur með sætri chilisósu kr. 2.690,-
43.  Tom Yum Gung súpa með rækjum  kr. 2.690.-
44. Thailensk grænmetissúpa með tómat og kóríander kr. 1.890,-
52. Heimalagaðar vorrúllur með nautakjöti, grænmeti og sætri chilisósu kr. 2.290,-
53. Thailensk þrenna með svínakjöti Pa Nang, rækjum og vorrúllum  kr. 2.590,-
54. Núðlur með grænmeti og eggi kr. 1.790,-
55. Núðlur með grænmeti og kjúkling kr. 2.290,-
56. Pad Thai núðlur með rækjum kr. 2.490,-
57. Steikt grænmeti í sojasósu kr. 1.890,-

MENAM | Eyravegur 8 | Sími: 482-4099 | menam@menam.is |  Menam á Facebook